Podcasts by Category

Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

Hljóðkirkjan

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

100 - #0100 Magnús Blöndahl
0:00 / 0:00
1x
  • 100 - #0100 Magnús Blöndahl

    S01E100  – Magnús Blöndahl er sálfræðingurinn minn. Hann hefur fylgt þættinum í anda í meira en ár og það var í gegnum hlustanda þáttarins sem ég fékk ábendingu um að senda honum línu og panta tíma. Það breytti mjög miklu. Hann las mig eins og opna bók, greindi kvíðann og hegðunina hjá mér niður í smáatriði og kom mér á brautina við að leysa úr málunum. Ég er allur annar en þó er ferlið ekki á enda og ég geng glaður til hans mánaðarlega. Magnús er afar fær í því sem hann gerir. Hann er vísindamaður fram í fingurgóma en missir þó ekki sjónar af hinu mannlega. Honum leiðist hálfkák og vill bæta geðheilsu fólks með staðfestum aðferðum og vinnubrögðum. Lengi vel vissi Magnús ekkert hvert hann ætlaði í lífinu, var ekkert endilega iðinn við nám og ákvað að lokum á tröppum háskólans að nema sálfræði. Greinin heltók hann síðan fastar eftir því sem árin liðu og nú er hann að leggja lokahönd á doktorsáfanga. Hann kennir við háskólana, sinnir fólki eins og mér og stundar rannsóknir. Magnús er venjulegur maður á aldri við mig og alls ekki hinn tvítklæddi og þurri sálrýnir sem við sjáum fyrir okkur dags daglega. Ég skulda Magnúsi margt og við þessi tímamót kom enginn til greina sem viðmælandi nema hann. Gott spjall.  – Sjóvá býður upp á STVF. Líf- og sjúkdómatryggingar létta svo sannarlega undir þegar lífið tekur óvænta stefnu. Það skipt­ir máli að tryggja sig fyr­ir mögu­leg­um áföll­um og það er bæði ein­fald­ara og ódýr­ara að gera það þeg­ar mað­ur er ung­ur. www.sjova.is/einstaklingar/lif-og-heilsa/lif-og-sjukdomatrygging/  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

    Thu, 14 Apr 2022 - 3h 56min
  • 99 - #0099 Laddi

    S01E99  – Laddi. Það þarf auðvitað ekkert að hafa fleiri orð um það. Laddi er tónlistarmaður, leikari, grínisti og algert náttúrubarn. Hann hefur haft ofan af fyrir þjóðinni lengur en flestir gera sér grein fyrir og hefur sett niður fótinn ótrúlega víða. Ferillinn hófst við trommusettið, færðist inn í leikmunadeild RÚV og síðan á svið og fyrir framan myndavélarnar. Eftir margfaldan árangur á flestum sviðum listarinnar hefur hann nú sett stefnuna á myndlist og á margt eftir ógert þar. Laddi er algert náttúruafl, gríðarlega atorkusamur og á bakvið allt grínið og glensið er auðvelt að koma auga á manninn og allt það sem undir býr. Þar býr alvara og grín, gleði og sorg í bland. Og mikið óskaplega óska ég þess að við fáum grínlausa plötu í fullri lengd á glæsilegum vínyl áður en of langt um líður — svo ég segi það í eigingjarnri frekju minni og draumalandi. Gott spjall.  – Sjóvá býður upp á STVF. Rétt dekk skipta öllu máli. Græið ykkur á góð sumardekk fyrir sumarið. Meðlimir í Stofni fá sérkjör af hjólbörðum. Skoðaðu dílana hér: www.sjova.is/einstaklingar/stofn/dekkjaafslaettir/samstarfsadilar  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

    Thu, 07 Apr 2022 - 1h 59min
  • 98 - #0098 Jens Ólafsson

    S01E98  – Jens Ólafsson er betur þekktur sem Jenni í Brain Police. Hann er að öðrum ólöstuðum einn allra öflugasti rokksöngvari Íslandssögunnar. Hann er ógurlegur. Bæði hefur hann þennan rosalega barka, en ofan á það er hann einn mest heillandi sviðsmaður sem ég hef kynnst. Jenni er algert góðmenni og ljúfmenni, feiminn að eðlisfari og óhemju góður í því sem hann er góður í. Eins og við öll hefur hann sína djöfla að draga og það dimmir oft hjá honum. Hann hefur tekið sinn slurk af djammi og neyslu en kemur alltaf út standandi í báða fætur. Jenni hefur alltaf haft vit fyrir sér þegar virkilega á liggur, flutti á afskekktari stað til þess að stemma stigu við líferninu og gerir allt vel sem hann gerir. Ég og hann erum miklir mátar og tengjum mjög, jafnaldrar og alls ekki ólíkir í hugsun. Sem stendur er Jenni hér á landi til þess að syngja á tvennum tónleikum með hljómsveit sinni Toymachine um helgina, sem bæði eru útgáfu- og kveðjutónleikar. Miðasalan er hér: Græni hatturinn, 1. apríl: https://graenihatturinn.is/vidburdir/toy-machine/ Iðnó, 2. apríl: https://tix.is/is/event/12709/toymachine-utgafu-og-kve-jutonleikar/ Gott spjall.  – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022. ÞAÐ ER Í DAG!  – Sjóvá býður upp á STVF. Sjóvá end­ur­greiðir við­skipta­vin­um sínum ið­gjöld lög­boð­inna bíla­trygg­inga heim­il­is­ins fyr­ir maí­mán­uð. Þetta mun líka gilda fyr­ir þau sem koma til þeirra í mars. ÞAÐ ER Í DAG!  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

    Thu, 31 Mar 2022 - 2h 34min
  • 97 - #0097 Katrín Jakobsdóttir

    S01E97  – Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra Íslands. Hún er ótrúlega látlaus og skrumlaus miðað við þungavigt embættisins og fas margra sem gætt hafa þess áður. Katrín er glæpasagnanörd og fjölskyldumanneskja. Hún var send margsinnis út í sjoppu sem barn til þess að sníkja gallað nammi, þá af eldri bræðrum sínum sem glöddust yfir því hversu vel það gekk — og tóku gróðann. Eftir afburðagengi í Menntaskólanum við Sund hætti hún við að gerast leðurjakkabóhem í Frakklandi og gerði að lokum lokaritgerð um Arnald Indriðason. Hún lagði stund á kennslu, skipti sér af Borgarmálunum og endaði síðan með því að játa því að pota sér áfram til Alþingis. Og hún segir oftast já. Síðan eru liðin mörg ár og með viðkomu á mörgum stöðum er hún nú forsætisráðherra. Hún hefur engin langtímaplön, felur ekki tilfinningar sínar eða skoðanir, fær leiðinlega lítið út úr því að ná árangri — en gleðst þeim mun meira yfir því að geta tekist á við næsta verk þegar einu lýkur. Katrín er snillingur, raunverulegur snillingur í heimi þar sem orðið er augljóslega ofnotað. Hafi álit mitt á henni verið hátt fyrir þetta spjall er það komið í nýjar hæðir núna. Gott spjall.  – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022.  – Sjóvá býður upp á STVF. Sjóvá end­ur­greiðir við­skipta­vin­um sínum ið­gjöld lög­boð­inna bíla­trygg­inga heim­il­is­ins fyr­ir maí­mán­uð. Þetta mun líka gilda fyr­ir þau sem koma til þeirra í mars.  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

    Thu, 24 Mar 2022 - 1h 50min
  • 96 - #0096 Rakel Björk Björnsdóttir

    S01E96  – Rakel Björk er leikkona og söngkona. Hún ætlaði sér aldrei að verða neitt annað, sá ekki fyrir sér að Verzló myndi fara vel með hana en hins vegar varð MR henni mjög eðlilegt ferli, og þá spilaði Herranótt stærstu rulluna. Hún ólst upp við ljósleysi og málar veggina heima hjá sér í öllum mögulegum litum. Áður en leiklistarskóla lauk var hún komin í atvinnumennsku þegar Borgarleikhúsið fékk hana til liðs við sig. Þar er hún enn og Níu líf Bubba taka mikinn tíma þessa dagana ásamt fleiri leikhússverkefnum. Hún sinnir þó tónlistinni af afli og hljómsveitin ÞAU slítur barnskónum af kappi, dúó sem hún stofnaði með Garðari manninum sínum. (STVF bendir á tónleika í Bæjarbíói þann 6. apríl: https://tix.is/is/event/12362/-au-taka-b-jarbio). Rakel barðist árum saman við reiði og aðrar tilfinningar í kjölfar áfalla. Hún hefur spjallað við myrkrið og áfengi en er núna komin út á hinum endanum. Rakel er náttúrutalent sem fylgir hjartanu — eða mögulega heilanum. Og mikið djöfull gátum við talað saman. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Léttkaupstilboð vikunnar eru litlar 35.000 krónur í afslátt þegar þú kaupir MacBook Air. Náðu þér í appið og gerðu góðan díl.  – Fly Over Iceland býður upp á STVF. Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslætti; www.flyovericeland.is   – Sjóvá býður upp á STVF. Þeir sem lenda í polla­tjón­um á mal­biki hafa hingað til þurft að greiða hærri eig­in áhættu. Nú er þetta ein­falt – sama eig­in áhætta í öll­um bóta­skyld­um kaskótjón­um sama hvernig þau ger­ast.  – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

    Thu, 17 Mar 2022 - 3h 57min
Show More Episodes