Podcasts by Category

Draugar fortíðar

Draugar fortíðar

Hljóðkirkjan

Flosi Þorgeirsson fræðir Baldur Ragnarsson um áhugaverða liðna atburði.

130 - #186 Carlos Kaiser: Fótboltamaðurinn sem forðaðist fótbolta
0:00 / 0:00
1x
  • 130 - #186 Carlos Kaiser: Fótboltamaðurinn sem forðaðist fótbolta

    Svikahrappar og svindlarar hafa ætíð vakið sérstaka athygli og jafnvel aðdáun meðal almennings. Stundum er ekki annað hægt en að dáðst að hugkvæmni þeirra sem nýta sér persónutöfra og samskiptahæfni til að koma sér áfram í lífinu. Vissulega eru til svindlarar sem engin ástæða er til að dást að. Fólk sem markvisst nýtir sér jafnvel neyð annarra og hagnast á því. Carlos Henrique Raposo fellur ekki í þann flokk hreinræktaðra illmenna en svikahrappur var hann vissulega og er í dag fyrstur til að viðurkenna það. Carlos fékk viðurnefnið Kaiser því hann þótti líkjast Frans Beckenbauer sem var einatt kallaður "Keisarinn". Eins og margir ungir drengir í Brasilíu dreymdi Carlos um að verða frægur fótboltamaður. Hann hafði útlitið og stæltan líkama. Þó var eitt mikilvægt sem Carlos vantaði: Hann var vita hæfileikalaus í fótbolta. Carlos var þó ákveðinn í að láta það ekki stoppa sig.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    Wed, 03 Apr 2024 - 1h 32min
  • 129 - #182 Norður-Kórea 1. þáttur: Járnhæll Japans, Kóreustríðið og Kim Il Sung

    Styrktaraðilar á Patreon fá í hverjum mánuði að velja á milli þriggja málefna. Að þessu sinni var stuðst við lýðræðisvísitölu breska tímaritsins The Economist. Valið stóð á milli þriggja ríkja sem reglulega verma botnsætið á þeim lista, teljast ein þau ólýðræðislegustu í heimi. Það voru Túrkmenistan, Sýrland og Norður-Kórea. Síðastnefnda ríkið varð hlutskarpast. Við beinum því nú sjónum að einu lokaðasta og ólýðræðislegasta ríki veraldar. Efnið er yfirgripsmikið og ótrúlegt svo það var ákveðið að taka þetta í tveimur þáttum. Þessi þáttur tekur fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins Norður-Kóreu, Kóreustríðið og stjórnartíð Kim Il Sung. Söfnun Solaris: solaris.help/palestinaViltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    Sat, 02 Mar 2024 - 1h 58min
  • 128 - #178 Hægri umferð

    Sú var tíðin að sagnfræði fjallaði aðallega um hin „stóru efni“. Viðfangsefnin voru konungar, keisarar og heimsveldi. Eins og aðrar fræðigreinar hefur hún þróast og í dag má heyra talað um allskonar sögurannsóknir. Það er nefnilega oft áhugaverð saga á bakvið ýmislegt sem í fyrstu virðist ekki sérlega merkilegt. Hægri umferð var tekin upp á Íslandi þann. 26. maí 1968 á hinum svokallaða H-degi. Landsmenn voru spenntur fyrir þessu og undirbúningur var til mikillar fyrirmyndar. Ísland var eitt af seinustu löndum Evrópu til að gera þessa skiptingu. Í þættinum segjum við aðeins frá hvernig þetta fór fram hér á landi. Við skoðum einnig hvað olli því að vinstri umferð var eitt sinn algengari og hvernig það á rætur að rekja til stríðsreksturs og heimsvaldastefnu.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    Wed, 07 Feb 2024 - 1h 38min
  • 127 - #173 Óvinkonur Guðs - Sérstakur gestur: Dr. Yngvi Leifsson

    Við höfum áður minnst á ólíkar nálgunaraðferðir sagnfræðinnar. Ein þeirra er einsagan. Þar skoða sagnfræðingar samfélagið og söguna frá einstaklingum. Oft er ekki um að ræða þjóðarleiðtoga eða ráðamenn. Frekar er það almenningur eða jafnvel fólk sem taldist vera neðarlega í goggunarröð samfélagsins. Í þessum þætti fáum við góðan gest í heimsókn en það er sagnfræðingurinn Yngvi Leifsson. Hann hefur lengi dvalist í borginni Salamanca á Spáni og stundað sínar rannsóknir þar. Salamanca var á sínum tíma talin einhverskonar "höfuðborg vændis" í Evrópu. Yngvi hefur rannsakað sögur þeirra kvenna og sérstaklega eitt ákveðið hús sem kallað var "Galeiðan". Það var hugsað sem einskonar betrunarheimili fyrir þær konur sem þóttu hafa glatað trausti drottins með sínu "ósiðlega" líferni. Þetta er afar áhugaverð saga sem varpar sérstöku ljósi á aðstæður almennings á Spáni á síðari hluta átjándu aldar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    Wed, 03 Jan 2024 - 1h 18min
  • 126 - #167 Ísrael - Palestína 3. þáttur - Intifada, PLO, Hamas og Hezbollah

    Árið 1987 sauð upp úr á Vesturbakkanum og Gaza. Ísraelar höfðu stóraukið umsvif á landnemabyggðum og hert mjög allt eftirlit. Palestínumenn hófu að kasta grjóti og var svarað með kúlnahríð. Í kjölfar þessarra átaka minnkaði mjög stuðningur við PLO en öfgafull samtök múslíma sem kölluðu sig Hamas fengu mikinn meðbyr. Í Líbanon fór að bera meira á herskárri hreyfingu sem kallast Hezbollah. Í þessum þætti ljúkum við yfirferð okkar um þessa hatrömmu deilu fyrir botni Miðjarðarhafs. Við skoðum helstu samtök sem mest hefur borið á í baráttunni gegn Ísrael. Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig framtíðin gæti orðið á þessu svæði. Aðeins er rúmur mánuður frá því að Ísrael upplifði sinn blóðugasta dag í þessarri deilu síðan 1948. Því miður virðist sem raddir hinna hófsömu séu orðnar veikar, jafnt hjá Ísraelum og Palestínuaröbum.Þessi þáttur er í boði Draugahjarðarinnar á Patreon! ❤️Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook

    Mon, 11 Dec 2023 - 2h 16min
Show More Episodes